Samtök grænkera á Íslandi stuðla að jákvæðri ímynd og fjölgun grænmetisæta, standa vörð um hagsmuni þeirra og vinna að því að fjölga valkostum nauðsynja- og neysluvara án dýraafurða.


GANGA Í SAMTÖKIN

Snyrtivörur

Dýrafurðir eru ódýrar og finnast því hvarvetna í snyrtivörum. Eftir slátrun fara líkamsleifarnar sem ekki eru nýttar (bein, heili, augu, hryggur o.s.frv.) í gegnum ákveðna vinnslu og stór hluti þeirra endar í snyrti- og förðunarvörum.

Eftir slátrun fara líkamsleifarnar sem ekki eru nýttar (bein, heili, augu, hryggur o.s.frv.) í gegnum ákveðna vinnslu og stór hluti þeirra endar í snyrti- og förðunarvörum.

Vegan snyrtivörur eru hvers kyns snyrtivörur án nokkurra dýraafurða. Vegetarian snyrtivörur innihalda á sama hátt engin hráefni úr dýrum en þau geta hins vegar innihaldið efni svo sem lanolin og býflugnavax sem eru framleidd af dýrum. Vegan snyrtivörur eru oft cruelty-free, þ.e. ekki eru gerðar tilraunir með vörurnar á dýrum, en þó er það ekki algilt.

Þar sem margar snyrtivörur innihalda dýraafurðir getur það reynst áskorun að finna vörur sem eru vegan. Í einhverjum tilvikum má sjá merkingar á vörunni sjálfri sem upplýsa neytandann um hvort varan er vegan og/eða cruelty-free. Merkingar á borð við þessar:

“Not tested on animals.”

“Cruelty-free.”

“No animal ingredients,”

“Suitable for vegans.”

“Suitable for vegetarians.”

Vörur merktar “cruelty free” hafa ekki verið prófaðar á dýrum og þýða að dýr voru hvorki særð né drepin í framleiðsluferlinu. Tilraunir á dýrum vegna framleiðslu snyrtivara eru nú ólöglegar í ESB, Indlandi, Noregi og Ísrael.

Þó eru merkingarnar “cruelty-free” eða “natural” ekki nóg til að staðfesta að varan sé vegan. Stundum eru vörur sem merktar eru á þennan hátt með aukaafurðum unnum úr dýraríkinu. Sum hráefni bera ekki nægilega lýsandi nöfn og nauðsynlegt er að setja sig örlítið inn í þau efni sem notuð eru í snyrtiiðnaðinum til að vera læs á innihaldsmiðana.

veganandcrueltyfree

Helstu efni sem ber að varast fyrir grænmetisætur

Carmine: Rautt litarefni sem notað er í kinnaliti, varaliti og augnskugga er unnið úr muldum skordýrum.

Elastin: Finnst í mörgum rakagefandi húðkremum og hárvörum, unnið úr líkamsvef dýra.

Elastin: Finnst í mörgum rakagefandi húðkremum og hárvörum, unnið úr líkamsvef dýra.

Glycerine: Fengið úr kollageni (prótíntegund, aðaluppbyggingarefni í líkama margra dýra) sem er notað sem rakaefni og feiti í hárvörum, rakakremum, sápu og tannkremi. Einnig til úr jurtaríkinu en það heyrir til undantekningar.

Lecithin: Vaxkennt efni sem er bæði fengið úr jurtaríkinu og dýraleifum. Það er töluvert mikið notað í sápum, sjampó, varalitum, húðkremum og annars konar snyrtivörum. Ef varan er ekki sérstaklega merkt vegan er ekki hægt að vita hvort efnið á rætur að rekja til jurtar eða dýrs.

Squalene: Algengt efni í húðvörum en það er unnið bæði úr ólífum og hákarlalifur. Ef varan inniheldur efnið en er ekki merkt vegan þá er ekki hægt að segja til um hvaðan það kemur.

Tallow: Nauta- eða lambafita. Notuð í sápu.

 

Helstu efni sem ber að varast fyrir vegan (öll efnin hér að ofan ásamt):

Allantoin: Finnst í sjampói, rakakremi og fengin frá comfrey plöntunni eða kúahlandi.

Lactic acid: Fengin úr mjólk og finnst oft í rakakremum. Einnig til úr plönturíkinu

Lanolin: Mikið notað í húðvörum til að mýkja og næra hútannkremiðina; varasölvum, sjampói og raksápu. Efnið er fengið frá kindum, en það er til staðar af náttúrunnar hendi í ullinni til að verja þær gegn köldu og blautu veðri. Sambærileg vegan vara myndi í staðinn nota mýkjandi efni framleidd úr jurtaolíum.