Samtök grænkera á Íslandi stuðla að jákvæðri ímynd og fjölgun grænmetisæta, standa vörð um hagsmuni þeirra og vinna að því að fjölga valkostum nauðsynja- og neysluvara án dýraafurða.


GANGA Í SAMTÖKIN

Staðgenglar í Matreiðslu

Auðvelt er að breyta flestum uppskriftum sem kalla á dýrafurðir. Hér má sjá lista til hjálpar þeim sem vilja sleppa að nota, egg, mjólk, súrmjólk eða smjör við bakstur eða eldamennsku.

EggMjólkSúrmjólkSmjör


 

Hvað er hægt að nota í staðinn fyrir egg?

Í mörgum uppskriftum er nokkuð auðvelt að sleppa egginu alfarið, en það eru einnig til aðrar leiðir. Hér að eru nokkrar hugmyndir um hvað er hægt að nota í stað eggja við bakstur, eldamennsku og bara eitt og sér.

 • Edik og matarsódi– Hentar vel í bakstri á kökum og snöggu brauði.– Hvernig skal nota: 1 teskeið af matarsóta á móti 1 matskeið af ediki (til dæmis eplaediki).
 • Möluð hörfræ– Hentar vel í vöfflur, pönnukökur, múffur, brauð og smákökur.– Hvernig skal nota: 1 teskeið á móti 3 mataskeiðum af vökva – hræra vel og lengi, þar til þetta verður þykkt og rjómakennt.
 • Maukaður banani– Hentar vel í bakstri á múffum, kökum og pönnukökum. Best er að nota vel þroskaðan banana.– Hvernig skal nota: Hálfur maukaður banani ætti að vera svipað og 2 egg.Athuga að mikið bananabragð bætist við sem en mörgum finnst þetta afar gott.
 • Tófú-Hentar vel í staðinn fyrir egg, til dæmis steikt á pönnu (scrambled eggs) í morgunmat o.fl. Einnig gott í sósur og í almenna matreiðslu.

En hvað er tófú?

Tófú er hleypt sojamjólk sem framleidd er úr sojabaunum og er nánast alveg bragð- og lyktarlaust. Tófú er hvítt og ekki ósvipað osti bæði í útliti og áferð. Hægt er að fá bæði stíft og mjúkt tófú í verslunum hér á landi.

Stíft (firm, eða extra firm)

– Fínt til að elda eitt og sér, en mikilvægt er að krydda eða marinera áður en það er eldað. Margar uppskriftir er að finna á netinu um hvernig á að vinna með eða meðhöndla stíft tófú, einnig hér á síðunni okkar.

Mjúkt (soft, sliken)

– Oftast notað í sósur, ís eða eggjalausar hrærur.

 • Möluð chiafræ– Henta vel í allan bakstur.– Hvernig skal nota: 1 msk chiafræ á móti 3 msk af vatni. Möluðum chiafræjum er blandað saman við vatnið. Látið standa í u.þ.b. 5 mín eða þar til chiamjölið er orðið hlaupkennt (svipað hráu eggi).
 • Kjúklingabaunamjöl– Hentar vel í eggjamikla rétti og indverska matargerð.-Hvernig skal nota: ¼ bolli af kjúklingabaunamjöli blönduðu ¼ af vatni eða jurtamjólk í staðinn fyrir 1 egg.
 • Egg Replacer-Hægt er að kaupa tilbúna vöru hér á Íslandi sem heita Egg Replacer og er tilvalið að nota það í allan almennan bakstur, nánari upplýsingar um hvernig varan er notuð er að finna á pakkningunni sjálfri.
 • EplamaukHentar sérstaklega vel í bakstur, þar sem maukið bæði bindur og eykur vökvainnihald.– Hvernig skal nota: 4 msk í staðinn fyrir 1 egg.
 • ÞykkirEinnig eru til aðrar vörur til að hjálpa við að þykkja í staðinn fyrir egg en það eru vörur eins og kudzu, agar (agar-agar), arrowroot, maísmjöl, hveiti og hnetu/fræsmjör.
 • GljáhúðunÍ stað þess að smyrja mat með eggjum er hægt að nota olíu, jurtamjólk, eða jurtasmjör. Önnur leið er að setja sýróp blandað miklu heitu vatni til að mynda fallega húð utan á bökuðum vörum.

Engin Egg? Ekkert mál!

 


 

Hvað er hægt að nota í staðinn fyrir mjólk?

Auðvelt er að skipta úr kúamjólk fyrir flestar tegundir af jurtamjólk. Hér að neðan má sjá lista yfir algengustu tegundir af jurtamjólk sem hægt er að fá hér á landi.

 • Möndlumjólk– Próteinrík mjólk sem inniheldur E vítamín, hægt að fá bragðbætta með vanillu- og súkkulaðibragði. Virkar vel í allan bakstur og eldamennsku sem hreinn staðgengill fyrir kúamjólk. Næringarrík og góð, hentar sérstaklega vel með morgunkorni, í kaffið og sem drykkur.
 • Hrísgrjónamjólk– Hrísgrjónamólk er oftast bæði þynnri og sætari en önnur mjólk, hentar því síður til baksturs eða sósugerðar. Hún er góð út á morgunkorn og í hræringa (e. smoothies).
 • Hafra- eða heslihnetumjólk– Þykk og kornótt, hentar vel í smákökur og annan bakstur, virkar einnig vel í flestan bakstur.
 • Sojamjólk– Sojamólkin er ein vinsælasta og mesta notaða jurtamjólkin um allan heim. Hún hentar vel í alla matargerð og er til í mörgum útgáfum (ósæt, með sætu og margs konar bragðefnum). Fjölhæfasta jurtamjólkin.
 • Kasjúmjólk– Vinsæl mjólk til að búa til heima hjá sér en er (þegar þetta er skrifað) ekki til sölu í verslunum. Einföld og þægileg mjólk sem hægt er að leika sér með, með því að búa til blöndu með viðbótar bragðefnum. Hægt að nota til osta-, ís-, sósu- og hrákökugerðar. Hentar vel í hráfæðisrétti.
 • Hampmjólk– Oftast bæði þunn og sæt. Góð útá morgunkorn og í hræringa (e. smoothies).
 • Kóksmjólk– Mjög þykk með rjómakenndri áferð, frábær í súpur, sósur, ís og almenna matargerð.

 

Engin mjólk? Ekkert mál!


 

Hvað er hægt að nota í staðinn fyrir súrmjólk (e.buttermilk)?

 • Í bakstri: Sýrð jurtamjólk-Í staðinn fyrir súrmjólk (e.buttermilk) er afar auðvelt að finna staðgengil, en þetta hráefni er algengt í erlendum uppskriftum.Fyrir hvern bolla af jurtamjólk er bætt við 1 matskeið af sítrónusafa eða ediki. – Látið standa í 10 mínútur áður en það er notað
 • Þykkt jurtamjólkEinnig er hægt að nota þykkingarefni á borð við agar-agar, arrowrott, kudzu eða maísmjöl í bland við jurtamólk, til þess að búa til góðan staðgengill fyrir súrmólk.

 

Hvað er hægt að nota í staðinn fyrir smjör?

Í áraraðir hefur verið hægt að nálgast jurtasmjör hér á íslandi, betur þekkt sem smjörlíki. Nokkrar tegundir eru til hér á landi sem henta hefðbundnum grænmetisætum, en athuga ber að þær henta ekki allar vegan fólki (útaf viðbætu D vítamíni sem er ekki hæft vegan fólki)

 • Jurtasmjör– Hægt er að fá jurtasmjör í nokkrum útgáfum hér á landi og fæst það í helstu heilsubúðum landsins, og einnig í betri matvörubúðum.
 • Kókosolía-Margir skipta út smjöri eða smjölíki fyrir kókosolíu. Best er að setja krukku af kókosolíu í vatnsbað, eða þar til hún er orðinn að vökva. Örlítið kokosbragð fylgir henni, sem oft á tíðum gerir matinn bata betri.
 • Hnetu- og fræsmjör–Hnetusmjör, tahini sesamsmjör, kasjúhnetusmjör og möndlusmjör er vinsælt á brauð.