Samtök grænkera á Íslandi stuðla að jákvæðri ímynd og fjölgun grænmetisæta, standa vörð um hagsmuni þeirra og vinna að því að fjölga valkostum nauðsynja- og neysluvara án dýraafurða.


GANGA Í SAMTÖKIN

Hvað er grænmetisæta?

Innan grænmetishyggjunnar eru svo margar ólíkar hugmyndir og stefnur sem greinast í fjölda undirflokka sem skilgreina nánar mataræði, neysluvenjur og lífsstíl hvers hóps.

Grænmetisætur eru fjölbreyttur hópur fólks sem á það sameiginlegt að leggja sér ekki til munns hold og aðrar líkamsleifar dýra eða afurðir unnar úr þeim. Ástæðurnar geta verið fjölmargar en segja má að grænmetisætur velji lífsstíl sinn ýmist út frá heilsufarslegum sjónarmiðum, dýraverndunarsjónarmiðum eða umhverfisverndarsjónarmiðum en stundum er ástæðan ekki flóknari en svo að fólki finnist kjöt og dýraafurðir einfaldlega bragðvont.

Innan grænmetishyggjunnar eru svo margar ólíkar hugmyndir og stefnur sem greinast í fjölda undirflokka sem skilgreina nánar mataræði, neysluvenjur og lífsstíl hvers hóps. Sem dæmi má nefna:

 

 • SGI_Logo_Single Mjólkur- og eggja-grænmetishyggja (Ovo-Lacto-Vegetarian)

  Þetta er sú tegund grænmetishyggju sem flestir þekkja eða hugsa um þegar talað er um grænmetisætur. Þessi hópur grænmetisæta borðar engar kjötvörur eða matvæli unnin úr líkömum dýra, en borðar bæði egg- og mjólkurvörur sem lausar eru við aðrar dýraafurðir. Þannig eru hvorki kjöt né fiskur á matseðlinum og þar af leiðandi ekkert kjötsoð, ostar hleyptir með magaensímum spendýra eða vörur sem innihalda gelatín svo dæmi séu tekin.

 • SGI_Logo_Single Mjólkur-grænmetishyggja (Lacto-Vegetarian)

  Þessi hópur grænmetisæta borðar engar kjötvörur, egg eða matvæli unnin úr annað hvort eggjum eða líkömum dýra, en borðar mjólkurvörur sem lausar eru við aðrar dýraafurðir. Þannig eru hvorki kjöt né fiskur á matseðlinum og þar af leiðandi ekkert kjötsoð, ostar hleyptir með magaensímum spendýra, majónes sem inniheldur egg eða vörur sem innihalda gelatín svo dæmi séu tekin.

 • SGI_Logo_Single Eggja-grænmetishyggja (Ovo-Vegetarian)

  Þessi hópur grænmetisæta borðar engar kjötvörur, mjólkurvörur eða matvæli unnin úr annað hvort mjólk eða líkömum dýra, en borðar egg. Þannig eru hvorki kjöt né fiskur á matseðlinum og þar af leiðandi ekkert kjötsoð, ostar og aðrar mjólkurvörur eða vörur sem innihalda gelatín svo dæmi séu tekin.

 • SGI_Logo_Single Veganismi (Veganism)

  Fólk sem aðhyllist veganisma kallast almennt vegan grænmetisætur. Þessi hópur grænmetisæta borðar engar afurðir dýra, hvorki líkama þeirra, mjólk né egg. Að sama skapi forðast vegan alla nýtingu varnings sem prófaður hefur verið eða unninn að einhverju leyti úr dýrum, t.a.m. leður, ull, silki og snyrtivörur sem innihalda dýraafurðir eða hafa verið prófaðar á dýrum. Á matseðlinum eru engar dýraafurðir og þar af leiðandi ekkert kjötsoð, ostar og aðrar mjólkur vörur, majónes sem inniheldur egg, hunang eða vörur sem innihalda gelatín svo dæmi séu tekin.

 • SGI_Logo_Single Lágfitu-heilfæðis-veganismi (Whole Foods Plant Based Diet)

  Sífellt stækkandi hópur fólks aðhyllist lágfitu-heilfæðis-veganisma sem byggist á því að fylgja lögmálum veganismans en nota sem mest hráefni óunnin eins og þau koma fyrir í náttúrunni. Mikið er notað af fersku grænmeti og ávöxtum, baunum, hnetum og fræjum í sínu náttúrulega formi. Olíur eru ekki notaðar heldur fæst fita eingöngu úr heilu jurtafæði eins og hnetum, fræjum, avokadó o.fl. Helstu kennismiðir þessarar hyggju eru Dr. T. Colin Campbell, Dr. Caldwell Esselstyn, Dr. Jeff Novick og Dr. John McDougall.

 • SGI_Logo_Single Hráfæðishyggja

  Fólk sem neytir hráfæðis gætir þess að hráefnin séu ávallt sem ferskust og hafi aldrei verið hituð yfir 42°C. Þannig eru ensím og næringarefni fæðunnar varðveitt til að hámarka næringarinntöku líkamans. Flestir hráfæðisneytendur eru jafnframt vegan en sumir nota óunna broddmjólk að einhverju leyti.

 • SGI_Logo_Single Ávaxtahyggja (Fruitarian – 80/10/10)

  Fólk sem aðhyllist ávaxtahyggjuna neytir að langstærstum hluta ferskra ávaxta og græns grænmetis ásamt hóflegra skammta af fituríkum matvælum á borð við hnetur, fræ og avókadó. Þetta mataræði er stundum kallað 80/10/10 mataræðið sem vísar í orkuhlutföll þess: 80% kolvetni, 10% fita og 10% prótein. Kennismiður ávaxtahyggjunnar er Dr. Douglas Graham.

   

 

Nafn mataræðis Kjöt (& fiskur) Egg Mjólkurvörur Hunang
Mjólkur- og eggja-grænmetishyggja(Ovo-Lacto-Vegetarian) Nei
Mjólkur-grænmetishyggja(Lacto-Vegetarian) Nei Nei
Eggja-grænmetishyggja(Ovo-Vegetarian) Nei Nei
Veganismi(Veganism) Nei Nei Nei Nei
Lágfitu-heilfæðis-veganismi(Whole Foods Plant Based Diet) Nei Nei Nei Nei
Hráfæðishyggja(Raw food diet) Nei Nei Nei Nei
Ávaxtahyggja(Fruitarian – 80/10/10) Nei Nei Nei Nei