Samtök grænkera á Íslandi stuðla að jákvæðri ímynd og fjölgun grænmetisæta, standa vörð um hagsmuni þeirra og vinna að því að fjölga valkostum nauðsynja- og neysluvara án dýraafurða.


GANGA Í SAMTÖKIN

Algengar Spurningar (FAQ)

Forfeður okkar borðuðu kjöt, við erum hönnuð til að borða kjöt, af hverju ættum við að hætta því?
Er dýrt að vera grænmetisæta á Íslandi?
Hvar fá grænmetisætur kalk?
Hvar fá grænmetisætur B12 vítamín?
Hvernig veit ég hvort að innihaldsefnin séu ekki úr dýraríkinu?
Hver er munurinn á blandara og matvinnsluvél?
Til hvers erum við með vígtennur?
Hvar finn ég íslenskar grænmetisætur á Facebook?
Hvernig baka ég vegan kökur?
Hvernig merki ég vöruna mína þannig að ljóst sé að hún henti grænmetisætum og/eða vegan?
Hvernig matreiði ég tófú?
Hvernig matreiði ég tófú?
Hvað borðið þið um jólin eða hátíðarnar?
En hafa plöntur ekki tilfinningar líka?
Borða grænmetisætur fisk?
Hvað geri ég ef mig langar að gerast grænmetisæta/vegan en gæti ekki lifað án osts/eggja/kjöts?
Er íslenskur ostur hæfur grænmetisætum?
Hvað er gelatín (matarlím)?
Borða grænmetisætur hunang?
Hvað er grænmetisæta?
Hvað er vegan / veganismi?

Forfeður okkar borðuðu kjöt, við erum hönnuð til að borða kjöt, af hverju ættum við að hætta því?

Mannskepnan er ekki hönnuð til að borða kjöt, hún hefur þróast til þess að borða kjöt. Það er talið hafa hjálpað okkur mikið sem tegund að verða góðir veiðimenn. Forfeður okkar þurftu að veiða sér til matar til að lifa af við erfiðar aðstæður. Nútímamaðurinn hins vegar, hefur val. Hann getur valið að borða það sem hann lystir svo lengi sem hann fær öll þau næringarefni sem líkami hans þarfnast, sem eru öll auðveldlega fáanleg úr plöntu- og jurtaríkinu.
Back To Top

Er dýrt að vera grænmetisæta á Íslandi?

Stutta svarið er: nei. Grænmeti, korn og baunir eru ekki dýrari matur heldur en það sem hin hefðbundna kjötæta borðar. Með því að velja til dæmis þurrkaðar baunir (í stað tilbúinna bauna í dós) er mun ódýrara að vera grænmetisæta en kjötæta. Það er að sjálfsögðu hægt að velja sér dýrari leið með því að kaupa sér mikið af tilbúnum lífrænum mat, en það á einnig við um kjötætur.
Back To Top

Hvar fá grænmetisætur kalk?

Hægt er að fá kalk úr spergilkáli, grænkáli, bok choy, fíkjum, appelsínum, appelsínusafa, möndlum, möndlusmjöri, sesamfræjum, sesammauki (tahini), hvítum baunum, augnbaunum, tempeh, tófú, sojabaunum, sojamjólk, hampmjólk, annari vítamínbættri plöntumjólk, þara o.fl. Nánari næringaupplýsingar má finna hér
Back To Top

Hvar fá grænmetisætur B12 vítamín?

Hægt er að fá B12 bætiefni sem henta bæði hefðbundnum grænmetisætum og vegan fólki í öllum helstu heilsubúðum hér á landi, þ.á.m. apótekum. Nánari næringaupplýsingar má finna hér.
Back To Top

Hvernig veit ég hvort að innihaldsefnin séu ekki úr dýraríkinu?

Fyrst og fremst þarf að lesa vel yfir innihaldslistann, þekkja helstu E-efni og viðbótarheiti sem ekki henta grænmetisætum. Stundum eru vörurnar sérstaklega merktar með merkingum á borð við "Hentar grænmetisætum" / "Hentar vegan" ("Suitable for vegetarians" / "Suitable for vegans"). Kynna sér lista yfir E-efni
Back To Top

Hver er munurinn á blandara og matvinnsluvél?

Margir rugla saman blandara og matvinnsluvél. Blandari er notaður til þess að mauka mjúka eða blauta fæðu eins og til dæmis að búa til hristinga/sjeika, súpur, sósur, dressingar o.s.fr.v. Matvinnsluvél hentar betur fyrir harðara hráefni og er ýmist notuð til að tæta, skera og rífa niður hráefnið, eða mauka það sem er ekki nógu blautt eða mjúkt fyrir blandara. Útkoman er oftast grófari. Dæmi: hummus, hráfæðikonfekt, buff- og bolludeig ofl. Matvinnsluvélum fylgja oft margar gerðir hnífa og áhalda með mismunandi hlutverk.
Back To Top

Til hvers erum við með vígtennur?

Margir halda því fram að augntennur (öðru nafni vígtennur) mannsins séu staðfesting á því að manneskjan sé hrein og bein kjötæta. Í flestum dýrategundum eru fjórar slíkar tennur, tvær í efri tanngarðinum og tvær í neðri og þar eru jurtaætur engin undantekning, en gott dæmi um það er flóðhesturinn og górillan. Á heimasíðu samtaka grænmetisæta er hægt að finna grein um þetta málefni: Sjá hér „Til hvers erum við þá með vígtennur?“
Back To Top

Hvar finn ég íslenskar grænmetisætur á Facebook?

Á Facebook má finna nokkra umræðuhópa íslenskra grænmetisæta:  
Back To Top

Hvernig baka ég vegan kökur?

Vegan bakstur er ekki flóknari heldur en hefðbundinn. Bæði er auðvelt að breyta gömlum uppskriftum til að gera þær vegan og þá er gott að skoða staðgengla í matargerð. Svo er hægt finna fjöldann allan af uppskriftum með því að slá inn t.d. 'vegan' og 'cake' í leitarvél til að finna efni á ensku. Að síðustu má finna íslenska uppskriftavefi hér. Hér eru örfá dæmi um einfaldan vegan bakstur: * Klassísk súkkulaðikakaAmerískar pönnukökurVöfflurPekan og súkkulaði smákökurBanana- og hafrakökurKryddbitar
Back To Top

Hvernig merki ég vöruna mína þannig að ljóst sé að hún henti grænmetisætum og/eða vegan?

Ef þú hefur áhuga á að merkja vöruna þína sem valkost fyrir grænmetisætur eða vegan geturðu fengið upplýsingar hér.
Back To Top

Hvernig matreiði ég tófú?

Sjá leiðbeiningar hér.
Back To Top

Hvernig matreiði ég tófú?

Þetta er ein algengasta spurning sem grænmetisætur um allan heim eru spurðar um og byggist að hluta til á því upplýsingaflæði sem framleiðendur á matvörum senda frá sér.  Það er auðvelt að fá próteinríkafæðu úr jurtaríkinu og er meðal annars hægt að frá prótein úr tofu, baunum, hýðishrísgrjónum, kjúklingabaunum (hummus), sojamjólk, kornvörum, tahini, kartöflum o.fl. nánari næringaupplýsingar má finna hér
Back To Top

Hvað borðið þið um jólin eða hátíðarnar?

Vinsælustu hátíðarmáltíðir grænmetisæta/vegan um allan heim eru hnetusteikin og Tofurky. Úrvalið af mat fyrir þessa hópa er afar fjölbreytt og er nokkuð auðvelt að verða sér út um tilbúna máltíð eða afbragðs uppskriftir af bragðgóðum hátíðarmat. Margar grænmetisætur nota tækifærið í tilraunarstarfsemi og prófa sig áfram með hjálp uppskriftabóka og internetsins. Hér að neðan sjá gott dæmi um afragðs hátíðaruppskrift. (Sjá nánar grein á innihald.is).
Back To Top

En hafa plöntur ekki tilfinningar líka?

Plöntur hafa ekki miðtaugakerfi og geta því hvorki fundið sársauka né hafa þær sjálfsvitund.
Back To Top

Borða grænmetisætur fisk?

Nei, fólk sem borðar fisk án þess að borða önnur dýr kallast pescitarian (sjá skilgreiningu hér) og eru því ekki hluti af grænmetisætu fjölskyldunni.
Back To Top

Hvað geri ég ef mig langar að gerast grænmetisæta/vegan en gæti ekki lifað án osts/eggja/kjöts?

Það þarf ekki langan tíma til þess að losa sig við tilfinningaleg tengsl við þau matvæli sem maður telur sig ekki getað lifað án. Flestir geta losað sig við þessi tengsl á innan við mánuði, á meðan aðrir finna sér staðgengla fyrir þessar ákveðnu vörur. Flestar mjólkurvörur eru til í sérstökum grænmetis útgáfum (t.d. ostur, mjólk og jógúrt) en einnig er hægt að nota ýmsa hluti í staðinn fyrir egg og enn fleiri afurðir í staðinn fyrir kjötið (sjá upplýsingar um staðgengla í matreiðslu). Ef þig langar að gerast grænmetisæta en heldur að þú telur þig  ekki geta verið án dýraafurða geturðu prófað að skipta tímabundið yfir, sett þér markmið að vera grænmetisæta í ákveðinn tíma, til dæmis 2-4 vikna áskorun.

Þú getur líka prófað að færa þig rólega yfir annað hvort með því að taka út einn dag í einu, til dæmis byrja á kjötlausum mánudegi ('Meatless Monday') eða skipta út einum og einum hlut, kúamjólk í plöntumjólk, kúa-smurost í sheese smurost, kjúklinganagga í soja nagga, hamborgara í grænmetisborgara o.s.fr
Back To Top

Er íslenskur ostur hæfur grænmetisætum?

Í flestum tegundum af íslenskum osti (og jafnvel í öðrum mjólkurvörum) er að finna efni sem sem heitir "ostahleypir." Ostahleypir í ostum Mjólkursamsölunnar (og flestra stærri íslenskra ostframleiðenda) er unninn úr maga ungkálfa og því ekki í lagi fyrir grænmetisætur.
Back To Top

Hvað er gelatín (matarlím)?

Gelatín/matarlím er glært hleypiefni, unnið úr svínshúð, beinum og ákveðnum þörungum og því ekki í lagi fyrir grænmetisætur. Gelatín (matarlím) má finnatil dæmis í sælgæti (hlaup, sykurpúðar), sumu jógúrti, ísum og ídýfum, lyfjum (hylkjum), snyrtivörur (oft undir nafninu hydrolyzed collagen), hárvörum og eldspýtum.
Back To Top

Borða grænmetisætur hunang?

Hin hefðbundna grænmetisæta getur borðað hunang á meðan vegan fólk gerir það ekki. Á matseðli vegan einstaklings eru engar dýraafurðir og þar af leiðandi ekkert kjötsoð, ostar og aðrar mjólkurvörur, majónes sem inniheldur egg, hunang eða vörur sem innihalda gelatín svo dæmi séu tekin.
Back To Top

Hvað er grænmetisæta?

Grænmetisætur eru fjölbreyttur hópur fólks sem á það sameiginlegt að leggja sér ekki til munns hold og aðrar líkamsleifar dýra eða afurðir unnar úr þeim. (Sjá nánari upplýsingar.)
Back To Top

Hvað er vegan / veganismi?

Hópur grænmetisæta sem borðar engar afurðir dýra, hvorki líkama þeirra, mjólk né egg. Að sama skapi forðast vegan alla nýtingu varnings sem prófaður hefur verið eða unninn að einhverju leyti úr dýrum, t.a.m. leður, ull, silki og snyrtivörur sem innihalda dýraafurðir eða hafa verið prófaðar á dýrum. Á matseðlinum eru engar dýraafurðir og þar af leiðandi ekkert kjötsoð, ostar og aðrar mjólkur vörur, majónes sem inniheldur egg, hunang eða vörur sem innihalda gelatín svo dæmi séu tekin. (sjá nánari upplýsingar)
Back To Top

SGI_Logo_Single Spurninguna mína vantar hingað!

Til að fá svar við spurningunni þinni mælum við með eftifarandi:

  1. Skoðaðu hinar ýmsu undirsíður og greinar sem við bjóðum upp á hér á síðunni, það er aldrei að vita nema svarið leynist þar.
  2. Hafðu samband við okkur hér.
  3. Sendu fyrirspurn á Facebook.