Samtök grænkera á Íslandi stuðla að jákvæðri ímynd og fjölgun grænmetisæta, standa vörð um hagsmuni þeirra og vinna að því að fjölga valkostum nauðsynja- og neysluvara án dýraafurða.


GANGA Í SAMTÖKIN

E-númer

Aukaefni eru notuð við framleiðslu matvæla til að hafa áhrif á lit, lykt, bragð, útlit, geymsluþol eða aðra eiginleika vörunnar. Hér á landi hafa lengi verið reglur um notkun aukefna og með hvaða hætti á að merkja umbúðir matvæla þannig að fram komi hvaða aukefni varan inniheldur.

E-númer eru oft notuð til að auðkenna aukaefni og er tilgangurinn bæði að einfalda innihaldslýsingar og að auðvelda fólki að varast tiltekin efni, svo sem vegna ofnæmisáhrifa (óþols). (Texti tekinn frá Matvælastofnun).

 

E-númer sem eru hvorki fyrir grænmetisætur né vegan:

E120 – Cochineal/Carmine – Rautt litarefni, úr mulnum skordýrum

E441 – Gelatín, matarlím – Unnið úr dýrahúð og beinum.

E542 – Kekkjavarnarefni – úr dýrabeinum.

E631 – Dinatríuminósínat – Bragðaukandi efni, nær alltaf unnið úr fiski eða öðrum dýrum

E635 – Dinatríumríbónúkleótíð – Bragðaukandi efni, oftast unnið úr dýrum.

 

E-númer sem eru ekki fyrir vegan:

E901 – Bees wax – Húðunarefni – vax úr hungangsbúum.

E904 – Shellac – Húðunarefni – fengið frá skordýrum

E913 – Lanólín – Vax af kindahúð

E966 – Lactitol – Unnið úr mjólkursykri

E1105 – Lysozyme – Unnið úr hænueggjum

 

E-númer sem “gætu” innihaldið dýr eða dýraafurðir:

E153 – Svart litarefni sem oftast er unnið úr jurtaríkinu, en stundum unnið úr dýraleifum.

E161g – Canthaxanthin appelsínugulur – Litarefni sem oftast er unnið úr sveppum en einnig unnið úr fjöðrum flamingó fugla.

E252 – Potassium Nitrate, saltpétur – Rotvarnarefni sem oftast er unnið úr jurtaríkinu.

E270 – Mjólkursýra, rotvarnarefni – Þrátt fyrir að nafnið bendi til að þetta sé unnið úr mjólk, þarf það alls ekki að vera þar sem oftast er þetta unnið úr sýru sem myndast náttúrulega við gerjun úr sterkju eða melassa.

E322 – Lesitín er þráavarnarefni, oft unnið úr eggjum, en hægt að fá úr sojabaunum, oftast merkt sojalesitín.

E325 – Salt, Þráavarnarefni, sjá Lesitín hér að ofan.

E326 – Salt, Þráavarnarefni, sjá Lesitín hér að ofan.

E327 – Salt, Þráavarnarefni, sjá Lesitín hér að ofan.

E422 – Glýseról, Glycerol – Myndast oftast nátúrulega úr jurtum, en gæti innihaldið dýraafurðir (óþekktar).

E430436 – Eru oftast unnin úr jurtaríkinu (olíur) en fyrirfinnst einnig unnið úr dýrafitu, en þetta á einnig við um eftirfarandi:

E431 Polyoxíetýlensterat

E432 Polyoxíetýlen sorbitanmonolaurat

E433 Polyoxíetýlen sorbitanmonoóleat

E434 Polyoxíetýlen sorbitanmonopalmitat

E435 Polyoxíetýlen sorbitanmonosterat

E436 Polyoxíetýlen sorbitantristerat

E470a Fitusýrur, natríum-, kalíum- og kalsíumsölt -Salt úr náttúrulegum fitusýrum, oftast unnið úr jurtaríkinu en einnig úr dýrum.

E470b – Fitusýrur, magnesíumsölt – Salt úr náttúrulegum fitusýrum, oftast unnið úr jurtaríkinu en einnig úr dýrum.

E471 – Mono- og diglýseríð fitusýra – oftast unnin úr jurtaríkinu (olíur) en fyrirfinnst einnig unnið úr dýrafitu.

E472 a til f – oftast unnin úr jurtaríkinu (olíur) en fyrirfinnst einnig unnið úr dýrafitu, en þetta á einnig við um eftirfarandi:

E472a Mono- og diglýseríð ediksýru

E472b Mono- og diglýseríð mjólkursýru

E472c Mono- og diglýseríð sítrónusýru

E472d Mono- og diglýseríð vínsýru

E472e Mono- og diglýseríð, mono- og setýlvínsýru

E472f Blönduð mono- og diglýseríð ediksýru og sýru

E473 – Súkrósufitusýruesterar – oftast unnin úr jurtaríkinu (olíur) en fyrirfinnst einnig unnið úr dýrafitu.

E474Súkróglýseríð – oftast unnin úr jurtaríkinu (olíur) en fyrirfinnst einnig unnið úr dýrafitu.

E475 – Polyglýserólesterar esterar af fitusýrum – oftast unnin úr jurtaríkinu (olíur) en fyrirfinnst einnig unnið úr dýrafitu.

E476 – Polyglýserólesterar interesteraðrar kínólsý – oftast unnin úr jurtaríkinu (olíur) en fyrirfinnst einnig unnið úr dýrafitu.

E477 – Própýlenglýkólfitusýruestera – oftast unnin úr jurtaríkinu en fyrirfinnst einnig unnið úr dýraafurðum (í sápum).

E478 – Blanda af glýseról-og própýlenglýkólfitusýruestera  mjólkursýru og fitusýrum. – oftast unnin úr jurtaríkinu (olíur) en fyrirfinnst einnig unnið úr dýrafitu.

E479b – Hitaoxuð sojabaunaolía með mono- og diglýseríðum fitusýra (sjá E471)

E481 – Natríumsteróýllaktýlat – Sjá E471 & E270 (blanda)

E482 – Kalsíumsteróýllaktýlat – Sjá E471 & E270 (blanda)

E483 – Sterýltartrat – Sjá E471

E491 – Sorbitanmonosterat – oftast unnin úr jurtaríkinu (olíur) en fyrirfinnst einnig unnið úr dýrafitu.

E492 – Sorbitantristerat – Sjá E491

E493 – Sorbitanmonolaurat – Sjá E491

E494 – Sorbitanmonoóleat – Sjá E491

E495 – Sorbitanmonopalmit – Sjá E491

E570 – Fitusýra, kekkjavarnarefni – Sterínsýra er að finna í grænmets og dýrafitu, en til úr gerviefnum.

E572 – Fitusýra,- Sjá E491

E585 – Járnlakta – blanda af járnsalti og mjólkursýru sjá E270

E640 – Glýsín, natríumglýsín – Unnið úr gelatín sjá E411

E910 – L-cysteine – Oftast unnið úr hári, einnig unnið úr eggjum, mjólk og öðrum dýraafurðum.

E920 – L-cysteine hydrochloride – Sjá E910

E921 – L-cysteine hydrochloride monohydrate – Sjá E910